Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1817
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.desember sl. Fulltrúi Eflu verkfræðistofu mætir til fundarins og kynnir aðgerðaráætlun gegn hávaða 2018-2023.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Margréti Aðalsteinsdóttur frá Eflu verkfræðistofu kynninguna og samþykkir fyrirliggjandi aðgerðaráætlun og vísar henni til samþykktar í Bæjarstjórn.
Svar

Til máls tekur Guðlaug Kristjánsdóttir.

Einnig tekur til máls Friðþjófur Helgi Karlsson.

Forseti ber upp tillögu um að vísa málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs og er tillagan samþykkt samhljóða.