Drangahraun 14, byggingarstig og notkun
Drangahraun 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 515
18. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Fokheldi er komið á húsið, en það vantar enn lokaúttekt og svo virðist sem húsið sé í notkun. Enginn byggingarstjóri er skráður á verkið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.05.12 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 um dagsektir. Dagsektir voru lagðar á 30.01.13, en frestur veittur til 15.05.13 til að boða til lokaúttektar. Ekki var staðið við þann frest.
Svar

Áður boðaðar dagsektir koma til innheimtu frá og með 01.08.14 hafi lokaúttekt ekki verið boðuð fyrir þann tíma.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120298 → skrá.is
Hnitnúmer: 10083907