Frístundabíllinn, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3252
21. janúar, 2010
Annað
‹ 9
11
Fyrirspurn
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram fyrirspurn, um eftirfarandi atriði, vegna tilraunaverkefnisins frístundabíllinn:
Hvar og hvenær var ákveðið að taka þátt í tilraunaverkefninu? Hvaða starfsfólk hefur unnið að undirbúningi tilraunaverkefnisins fyrir hönd bæjarins? Hver verður aðkoma Hafnarfjarðar að verkefninu? Hver verður ábyrgð Hafnarfjarðar gagnvart farþegum? Hver verður kostnaður Hafnarfjarðar vegna verkefnisins? Hvar er sá kostnaður (ef einhver) tilgreindur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010? Hver verður heildar kostnaður vegna verkefnisins?
Er gert ráð fyrir því að framkvæmdaaðili tilraunaverkefnisins haldi rekstrinum áfram ef vel gengur, eða er gert ráð fyrir því að aksturinn verði boðinn út fyrir lok maí 2010?
Framkvæmd verði könnun á áhrifum verkefnisins á notkun strætisvögnum strætó bs.
Jafnframt fer áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna, í bæjarráði, fram á að óskað verði eftir umsögn Strætó bs. um það hvort að rekstur frístundabílsins samræmist núverandi samningi Hafnarfjarðarbæjar og Strætó bs.
Auk þess er óskað eftir útreikningi á því hver kostnaður Hafnarfjarðar yrði ef samskonar akstur væri með Strætó bs. Annars vegar miðað við sama kostnað á hvert barn og ungling og gert er ráð fyrir í tilraunaverkefninu og hins vegar miðað við að aksturinn væri gjaldfrjáls?
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)
Svar

Lagt fram.