Lánasjóður sveitarfélaga, staða lána
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1631
24. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð BÆJH frá 18.febr. sl. Lagt fram erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 24. janúar 2010 þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána hjá sjóðnum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: ""Hér með veitir bæjarstjórn Hafnarfjarðar með vísan til 60. gr. laga nr. 11/2002 um fjármálafyrirtæki, Lánasjóði sveitarfélaga heimild að miðla upplýsingum um lán Hafnarfjarðarkaupstaðar hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldara, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum , árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum."
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.