Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Bæjaráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að reynt verði að tryggja áframhaldandi starfsemi Frumkvöðlasetursins Kveikjunnar. Leggjum við til að kannað verði hvort húsnæði fyrrum St. Jósefsspítala geti nýst undir þessa starfsemi og hvort hægt sé að ná samkomulagi um við ríkið um afnot Nýsköpunarmiðstöðvar af því undir starfsemi frumkvöðlasetursins Kveikjunnar."