Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar lýsti því yfir að erindið væri samþykkt án athugasemda og lagði fram svohljóðandi bréf frá Ellý Erlingsdóttur, dags. 23. febrúar sl.: Undirrituð fráfarandi forseti bæjarstjórnar Ellý Erlingsdóttir sem hefur með bréfi til bæjarstjóra Hafnarfjarðar beðist lausnar frá störfum sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórna, þakkar bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gott samstarf á liðnum árum. Samstarfsfólki í ráðum og nefndum og starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar þakkar undirrituð einnig ánægjulegt samstarf og óskar ykkur öllum alls hins besta. Bæjarbúum þakkar undirrituð það traust sem henni hefur verið sýnt . Með vinsemd, virðingu og góðum kveðjum, Ellý Erlingsdóttir. Varaforseti þakkaði henni jafnframt fyrir farsæl störf í þágu Hafnarfjarðarbæjar og íbúa hans og óskaði henni velfarnaðar í þeim störfum sem hún tæki sér fyrir hendur í framtíðinni.