Bæjarstjórn, lausn frá störfum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1631
24. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð BÆJH frá 18.febr. sl. Lagt fram erindi Ellýjar Erlings Erlingsdóttur dags. 17. febrúar 2010 þar sem hún óskar eftir að verða leyst undan skyldum sem kjörinn bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar vegna breyttra aðstæðna. Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að Ellý Erlingsdóttur verði veitt lausn frá störfum frá og með 24. febrúar 2010 og til loka kjörtímabilsins."
Svar

Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar lýsti því yfir að erindið væri samþykkt án athugasemda og lagði fram svohljóðandi bréf frá Ellý Erlingsdóttur, dags. 23. febrúar sl.: Undirrituð fráfarandi forseti bæjarstjórnar Ellý Erlingsdóttir sem hefur með bréfi til bæjarstjóra Hafnarfjarðar beðist lausnar frá  störfum sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórna, þakkar bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gott samstarf á liðnum árum. Samstarfsfólki í ráðum og nefndum  og starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar þakkar undirrituð einnig ánægjulegt samstarf og óskar ykkur öllum alls hins besta. Bæjarbúum þakkar undirrituð það traust sem henni hefur verið sýnt . Með vinsemd, virðingu og góðum kveðjum, Ellý Erlingsdóttir.   Varaforseti þakkaði henni jafnframt fyrir farsæl störf í þágu Hafnarfjarðarbæjar og íbúa hans og óskaði henni velfarnaðar í þeim störfum sem hún tæki sér fyrir hendur í framtíðinni.