Fyrirspurn
17.liður úr fundargerð SBH frá 15.febr. sl.
Ítrekuð hefur verið kvörtun vegna frágangs á lóðinni Furuás 30. byggingarefni, krani, steypumót og annað efni er á lóðinni, og staflað hefur verið upp efni beggja vegna götunnar. Talið er að hætta stafi af þessu. Byggingarstjóri hefur mætt í viðtal, segist enn vera að vinna í lóðinni, en viðmælandi sem sendi erindið telur ekkert vera þar að gerast nema bæta inn drasli á lóðina. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.07.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem samþykkti eftir farandi 03.08.10: "Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra Furuáss 30 skylt að fjarlægja tilgreint efni og tæki af lóðinni og götunni nú þegar. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Áður lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlts Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 29.11.10. Skipulags- og byggingarráð gerði tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir frá og með 1. mars, yrði ekki brugðist við erindinu. Eigandi kranans hafði samband við sviðsstjóra og sagðist ljúka verki í apríl, og samþykkti sviðsstjóri að veita honum aukinn frest. Bæjarstjórn vísaði því málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.
:Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að lagðar verði dagsektir á eiganda byggingarkrana fyrir framan húsið Furuás 30 kr. 20.000/dag frá og með 1. maí 2011 í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 hafi kraninn ekki verið fjarlægður fyrir þann tíma."