Skipulags- og byggingarráð telur ekki ljóst hvar lagt skuli út fyrir slíkum kostnaði, og telur mikilvægt að lögboðnar ákvarðanir verði ekki íþyngjandi fyrir fjárheimildir einstakra sviða. Skipulags- og byggingarsvið vísar málinu til bæjarráðs. Skipulags- og byggingarráð felur enn fremur skipulags- og byggingarsviði að yfirfara hvar framkvæmdir eru í ósamræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, hvað varðar byggingar, frágang lóða og fleiri sambærileg atriði, og hvar aðgerða sé þörf í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga um aðgerðir til að knýja fram úrbætur.