Fulltrúar Vg og Sjálfstæðisflokks í skipulags – og byggingarráði óska eftir skriflegri samantekt á því hvernig lokaúttektir hafa verið framkvæmdar í Hafnarfirði frá því að reglugerðin tók gildi. Hvernig skiptist það á milli einstaka byggingarflokka. Fjölda úttekta á síðastliðnum 4 árum. Hversu margar fullkláraðar byggingar eru í umdæmi byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar sem ekki hefur verið farið fram lokaúttekt á. Hverjar eru tekjur Sveitafélagsins á móti útgjöldum vegna lokaúttekta. Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir framlagðar spurningar en benda á að nú þegar er verið að vinna að samantekt varðandi þessi málefni eins og sviðsstjóri gerði grein fyrir.