Dagsektir og dagsektaferli
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 246
2. mars, 2010
Annað
‹ 21
22
Fyrirspurn
Tekið til umræðu ferli dagsekta, ákvörðun upphæða þeirra og rökstuðningur með tilvísun í lagagreinar.
Svar

Fulltrúar Vg og Sjálfstæðisflokks í skipulags – og byggingarráði óska eftir skriflegri samantekt á því hvernig lokaúttektir hafa verið framkvæmdar í Hafnarfirði frá því að reglugerðin tók gildi.   Hvernig skiptist það á milli einstaka byggingarflokka. Fjölda úttekta á síðastliðnum 4 árum.   Hversu margar fullkláraðar byggingar eru í umdæmi byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar sem ekki hefur verið farið fram lokaúttekt á. Hverjar eru tekjur Sveitafélagsins á móti útgjöldum vegna lokaúttekta.   Fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir framlagðar spurningar en benda á að nú þegar er verið að vinna að samantekt varðandi þessi málefni eins og sviðsstjóri gerði grein fyrir.