Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og vísar til heimildar í 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga um að landeiganda eða framkvæmdaraðila sé heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. Jón Páll Hallgrímsson fulltrúi VG vekur athygli á að skoða þurfi reitinn í heild sinni þ.e. sem afmarkast af Linnetstíg, Austurgötu, Gunnarssundi og Strandgötu með tilliti til nýtingar og náttúru. Aðrir ráðsmenn taka undir bókunina og bent er á að sú umræða hefur þegar farið fram á skipulags- og byggingarsviði.