Strandgata 19, fyrirspurn
Strandgata 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 247
16. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
Skák ehf leggur 26.02.10 fram nýja fyrirspurn um stækkun á bakhúsi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 25.02.2010. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og vísar til heimildar í 1. mgr. 23. gr. skipulags- og byggingarlaga um að landeiganda eða framkvæmdaraðila sé heimilt að gera tillögu til sveitarstjórnar að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.   Jón Páll Hallgrímsson fulltrúi VG vekur athygli á að skoða þurfi reitinn í heild sinni þ.e. sem afmarkast af Linnetstíg, Austurgötu, Gunnarssundi og Strandgötu með tilliti til nýtingar og náttúru. Aðrir ráðsmenn taka undir bókunina og bent er á að sú umræða hefur þegar farið fram á skipulags- og byggingarsviði.  

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122398 → skrá.is
Hnitnúmer: 10119593