Blómvellir 14, slæmur frágangur
Blómvellir 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 257
21. september, 2010
Annað
Fyrirspurn
Snæbjörn Blöndal Blómvöllum 17 kvartar yfir frágangi á húsi og lóð Blómvalla 14, sem er timburhús sem reist var fyrir nokkrum árum, en aldrei klárað, t.d. ekki glerjað o.þ.h. Húsið og lóðin eru í dag notuð sem geymsla með tilheyrandi óþrifnaði. Skoðunarmaður skiuplags- og byggingarsviðs hefur staðfest að svo sé. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 10.03.10 eiganda skylt að ganga frá húsinu á viðunandi hátt í samræmi við grein 67.1 í byggingarreglugerð innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57.grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.09.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda skylt að ganga frá húsinu á viðunandi hátt í samræmi við grein 67.1 í byggingarreglugerð innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eiganda skylt að ganga frá húsinu á viðunandi hátt í samræmi við grein 67.1 í byggingarreglugerð innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 192363 → skrá.is
Hnitnúmer: 10066981