Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3265
8. júlí, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram lánasamningur vegna endurfjármögnunar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Einnig gerð grein fyrir yfirtöku lána hjá Byr vegna lóðaskila.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar  í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 750.000.000 kr.  til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja  fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborgun láns nr. 0502044A á gjalddaga í september 2010, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.   Jafnframt er Guðmundi Rúnari Árnasyni, kt. 010358-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess  f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.   Jafnframt samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hér með að yfirtaka tvö lán frá Byr hf vegna skil á lóðunum Kvistavellir 10 og Kvistavellir 12 en lánin eru til 7 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar.  Til tryggingar láninu standa framangreindar lóðir  Lánið er tekið til að fjármagna lóðaskilin. Jafnframt er Guðmundir Rúnari Árnasyni, kt. 010358-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar  að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Byr hf.  sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.