Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir. Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson. Þá Eyjólfur Sæmundsson. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 atkvæðum framlagða tillögu. 5 sátu hjá. Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi bókun: "Með þessari lántöku er staðfest það sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram og haft áhyggjur af í nokkurn tíma að vaxtakostnaður er stórlega vanáætlaður í síðustu fjárhagsáætlun bæjarins þar sem vextir á endurfjármögnun lána eru rúmlega fjórum sinnum hærri á nýju láni en eldra láni. Það kom reyndar líka fram í annarri fjármögnun sem tekin var á árinu. Miðað við háa skulda- og skuldbindingastöðu bæjarfélagsins frá liðnu kjörtímabili og fyrirsjáanlegar hækkandi vaxtagreiðslur af þeim þá er ljóst að hagræða þarf enn frekar auk þess sem auka þarf áherslu á auknar tekjur í formi þess að laða fleiri fyrirtæki og einstaklinga til bæjarins. Þeir ströngu skilmálar sem láninu fylgja og eru skilyrði aðkomu LS og annarra fjármögnunaraðila að frekari lánveitingum til bæjarins eru líka þess eðlis að hugsa þarf alla möguleika til hagræðingar tekjuaukningar og sölu eigna til þess að tryggja þá miklu endurfjármögnun sem framundan er á næstu árum. Sjálfstæðismenn ítreka því tillögur sínar um aðgerðir í þessu mikilvæga máli sem bæði voru lagðar fram í aðdraganda kosninga auk þeirra tillagna sem lagðar voru fram í bæjarstjórn í september og felldar voru af meirihluta Samfylkingar og Vinstri Grænna. Mikið af þeim tillögum eru svotil samhljóða þeim aðgerðum sem LS leggur til að verði unnar nú og eru forsenda frekari fyrirgreiðslu. Það er miður að stjórnun Hafnarfjarðarbæjar hafi verið með þeim hætti, undanfarin ár undir forystu Samfylkingarinnar og nú í samstarfi við Vinstri græna, að ekki hafi verið hugað að langtímaskuldbindingum sveitarfélagsins eða gert ráð fyrir veltufé frá rekstri til að mæta afborgunum af langtímaskuldbindingum." Valdimar Svavarsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Kristinn Andersen (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Gert stutt fundarhlé. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun: "Eitt helsta verkefni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um þessar mundir, líkt og annarra sveitarfélaga landsins er að takast á við afleiðingar efnahagshrunsins haustið 2008. Það eru vonbrigði að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli ekki vera reiðubúnir til að taka þátt í vinnu við endurfjármögnun þeirra skuldbindinga sem eru til komnar vegna hrunsins, sem ekki síst má rekja til langvarandi efnahagsstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Það er umhugsunarvert að bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins skuli hafa snúist hugur á þeim örfáu dögum sem liðnir eru frá bæjarráðsfundi í síðustu viku, þegar fulltrúar flokksins samþykktu að vinna eftir fyrirliggjandi endurfjármögnunaráætlun, dags. 12. október sl. Hjáseta Sjálfstæðisflokksins við afgreiðsluna hér í bæjarstjórn er vonandi ekki til marks um að flokkurinn ætli ekki af að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er af heilum hug." Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Gert stutt fundarhlé. Valdimar Svavarsson óskaði eftir úrskurði forseta um fundarsköp vegna beiðni um að koma að nýrri bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks undir þessu máli. Forseti úrskurðaði með þeim hætti að ekki væri unnt að leggja fram aðra bókun með vísan til 38. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar. Valdimar Svavarsson tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson.