Austurgata 27b, lóðamörk og fleira
Austurgata 27
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Arnar þór Jónsson f.h. eiganda Austurgötu 27b óskar eftir að fjarlægð milli húsa nr. 27b og 29b verði mæld, athuga hvort gluggar á norðurgafli 29b samræmist reglugerð ásamt túðum í vegg sem ekki eru á byggingarnefndarteikningum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.03.2010 eiganda Austurgötu 29b skylt að endurbyggja vegg við innkeyrslu sem tekinn var niður við endurbyggingu hússins. Enn fremur fól skipulags- og byggingarfulltrúi skoðunarmanni sviðsins að athuga glugga á norðurgafli og túður í vegg, og skipulags- og byggingarsviði að vinna lóðarblað í samræmi við niðurstöðu funda með lögmanni og eigendum Austurgötu 27b. Lagðar fram niðurstöður skoðunarmanns varðandi glugga og lofttúðu ásamt mælingu milli húsa. Eigendur Austurgötu 29b mættu á fund 10.06.2010 og gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.06.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð ákveður að lóðarmörk milli Austurgötu 27b og Austurgötu 29b verði í samræmi við gildandi deiliskipulag Miðbæjar frá 1981.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120025 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029127