Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í breytingar á byggingarleyfi, enda hefur Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis talið að um litla mengun af rekstrinum verði að ræða og fellur hann því að skilgreiningu athafnasvæðis í skipulagsreglugerð. Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að setja frekari ákvæði um útfærslu í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.