Gjótuhraun 1, breyting á byggingarleyfi
Gjótuhraun 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 249
13. apríl, 2010
Annað
Fyrirspurn
Brimrót leggur inn 22.03.10 inn breytingar á byggingarleyfi, samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dag.04.03.10. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.03.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Áður lagt fram bréf Stefáns Hjaltasonar f.h. Brimróts dags. 25.03.2010 ásamt eftirlits- og samskiptaskýrslu Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 19.02.2010. Skipulags- og byggingarráð óskaði 30.03.2010 eftir frekari upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti um hvort og hvernig megi koma í veg fyrir mögulega lyktarmengun frá fyrirtækinu. Lögð fram ítarlegri umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 6.04.2010
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í breytingar á byggingarleyfi, enda hefur Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis talið að um litla mengun af rekstrinum verði að ræða og fellur hann því að skilgreiningu athafnasvæðis í skipulagsreglugerð. Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að setja frekari ákvæði um útfærslu í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 179299 → skrá.is
Hnitnúmer: 10076705