Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.03.2010 eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var þá brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.06.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem gerði 22.06.2010 eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Fokheldi var synjað þar sem enn vantaði milliveggi og milligólfi er ofaukið þar sem enn hefur ekki fengist leyfi fyrir þeirri stækkun.