Norðurhella 10, byggingarstig og notkun.
Norðurhella 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1646
10. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
18. liður úr fundargerð SBH frá 2. nóv. sl. Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.03.2010 eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var þá brugðist við erindinu. Erindið var til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarráðs 03.08.10 sem samþykkti eftirfarandi: "Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum skylt að framkvæma úrbætur og leggja inn umsókn um milligólf eða fjarlægja það að öðrum kosti. Enn fremur sækja á ný um fokheldisúttekt, og skal öllu þessu vera lokið innan sex vikna frá dagsetningu þessa fundar. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að lagðar verði dagsektir á eigendur hússins Norðurhella 10 frá og með 01.01.2011, kr. 50.000/dag, verði ekki brugðist við erindi um úrbætur fyrir þann tíma."
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 204723 → skrá.is
Hnitnúmer: 10108596