"Bæjarráð samþykkir með vísan til tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna að fela þremur fulltrúum bæjarráðs, einum úr hverjum flokki, auk bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir núverandi verkáætlun og stöðu varðandi hagræðingu og endurfjármögnun á lánum bæjarsjóðs í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2010 og langtímaáætlun fyrir árin 2011 - 2013. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir skv. fjármagnshreyfingum að greidd verði upp eldri lán á þessu ári fyrir 4,2 milljarða og endurfjármagnað þar af fyrir 3,0 milljarða. Þessi yfirferð verði m.a. unnin í samvinnu við ráðgjafa Hafnafjarðarbæjar varðandi lánamál og endurfjármögnun.
Jafnframt er starfshópnum falið að yfirfara þriggja mánaða rekstraruppgjör bæjarins sem lagt verður fram í lok apríl n.k. og ef ástæða þykir til að leggja fram tillögur að endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir bæjarráð eigi síðar en þann 13. maí n.k. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun: " Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarráði líta svo á að tillaga Sjálfstæðisflokksins og VG sem lögð var fram í bæjarstjórn 24. mars s.l. hafi hlotið afgreiðslu með þeirri samþykkt sem bæjarráð hefur gert og sá verkefnalisti sem tilgreindur er í tillögunni verði hafður til hliðsjónar í vinnu starfshópsins." Bæjarráð tilnefnir Gunnar Svavarsson, Harald Þór Ólason og Guðrún Ágústu Guðmundsdóttur.