Fyrirspurn
Nágrannar hafa kvartað yfir því að lóðin sé full af alls kyns byggingarúrgangi og byggingarkrani stendur ónotaður á lóðinni. Skipulags-og byggingarfulltrúi gerði 21.04.10 lóðarhafa skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu, og byggingarefni fremur aukist en minnkað. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.08.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðsmeð eftirfarandi tillögu:
"Skipulags-og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að bæta frágang á lóðinni innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð og grein 57 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997."