Stjórnsýsla endurskoðun 2010, starfshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3288
14. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skýrsla Capacent dags. í apríl 2011. Fulltrúi Capacent Þórður Sverrisson mætti á fundinn og fór yfir skýrsluna.
Svar

Bæjarráð samþykkir að fela lýðræðis-og stjórnsýslunefnd að kanna möguleika á aukinni samþættingu verkefna á skipulags- og byggingasviði og framkvæmdasviði, með tilliti til hagræðingar og betri þjónustu. Slík skoðun feli í sér, að kannað verði hvort heppilegt kunni að vera að sameina framkvæmdasvið og skipulags- og byggingarsvið. Jafnframt að framkvæmdaráð og skipulags- og byggingarráð verði sameinuð . Niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 1. júní n.k. Jafnframt vísar bæjarráð eftirfarandi tillögum til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagt skipurit Hafnarfjarðarbæjar og felur Lýðræðis- og stjórnsýslunefnd að undirbúa nauðsynlegar breytingar á samþykktum til samræmis." “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir  með vísan til  95 gr. samþykkta um um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að ráða Gunnar Rafn Sigurbjörnsson , sem nú gegnir starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs,  í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Samhliða því verði bæjarstjóra heimilað að auglýsa starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu sem jafnframt gegni starfi forstöðumanns félagsþjónustu.”