Stjórnsýsla endurskoðun 2010, starfshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1657
20. apríl, 2011
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð BÆJH frá 14.apríl sl. Lögð fram skýrsla Capacent dags. í apríl 2011. Fulltrúi Capacent Þórður Sverrisson mætti á fundinn og fór yfir skýrsluna. Bæjarráð samþykkir að fela lýðræðis-og stjórnsýslunefnd að kanna möguleika á aukinni samþættingu verkefna á skipulags- og byggingasviði og framkvæmdasviði, með tilliti til hagræðingar og betri þjónustu. Slík skoðun feli í sér, að kannað verði hvort heppilegt kunni að vera að sameina framkvæmdasvið og skipulags- og byggingarsvið. Jafnframt að framkvæmdaráð og skipulags- og byggingarráð verði sameinuð . Niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 1. júní n.k. Jafnframt vísar bæjarráð eftirfarandi tillögum til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagt skipurit Hafnarfjarðarbæjar og felur Lýðræðis- og stjórnsýslunefnd að undirbúa nauðsynlegar breytingar á samþykktum til samræmis." ?Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 95 gr. samþykkta um um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að ráða Gunnar Rafn Sigurbjörnsson , sem nú gegnir starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs, í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Samhliða því verði bæjarstjóra heimilað að auglýsa starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu sem jafnframt gegni starfi forstöðumanns félagsþjónustu.?
Svar

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Helga Ingólfsdóttur kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls. Lúðvík Geirsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi frestunartillögu:   " Tillögur að stjórnsýslubreytingum voru fyrst kynntar öllum bæjarfulltrúum fyrir þremur klukkustundum, en eðlilegt er að breytingar af þessu tagi fái betri skoðun og umfjöllun í viðeigandi ráðum áður en þær eru samþykktar.  Ekki liggur fyrir kostnaðarmat á breytingunum eða hvaða fjárhagslegt hagræði eða kostnaður hljótist af þeim, og áhrif breytinganna á þjónustu við íbúa og fyrirtæki eru óljós.  Því er lagt til að afgreiðslu málsins verði frestað."   Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).   Gengið til afgreiðslu um framlagða frestunartillgöu. 5 greiddu atkvæði með tillögunni, 6 greiddu atkvæði á móti. Tillagan felld.   Gengið til atkvæðagreiðslu um eftirfarandi tillögur sem vísað var til bæjarstjórnar úr bæjarráði:   "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagt skipurit Hafnarfjarðarbæjar og felur lýðræðis- og stjórnsýslunefnd að undirbúa nauðsynlegar breytingar á samþykktum til samræmis."   6 greiddu atkvæði með tillögunni, 5 greiddu atkvæði á móti. Tillagan samþykkt.   "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 95. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að ráða Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sem nú gegnir starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs, í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Samhliða því verði bæjarstjóra heimilað að auglýsa starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu sem jafnframt gegnir starfi forstöðumanns félagsþjónustu."   6 greiddu atkvæði með tillögunni, 5 greiddu atkvæði á móti. Tillagan samþykkt.   Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:   "Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti Samfylkingar og VG skuli keyra þessar stjórnsýslubreytingar í gegn og fella tillögu um að málinu yrði frestað. Á tímum aðhalds og hagræðingar í þjónustu við íbúa bæjarins er brýnt að kostnaður við stjórnsýslubreytingar liggi fyrir og sýnt sé með óyggjandi hætti fram á hagræðingu.  Þá telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eðlilegast, og í samræmi við vönduð vinnubrögð í stjórnsýslu, væri að auglýsa hið nýja starf laust til umsóknar. Fyrir liggur að metnir verða kostir og gallar sameiningar framkvæmda- og skipulagssviðs og hefðu hugsanlegar slíkar breytingar átt að eiga sér stað á sama tíma og þær stjórnsýslubreytingar sem nú hafa verið ákveðnar." Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).    Gert stutt fundarhlé.   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:    "Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG lýsa vonbrigðum með að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli ekki fallast á þær breytingar á stjórnsýslu bæjarsins sem voru unnar af oddvitum Sjálfstæðisflokks, VG og Samfylkingar, með ráðgjöfum. Ólíkt því sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks reyna að halda fram þá felur sú tillaga sem hér er lögð fram ekki í sér fjölgun stjórnenda. Sviðsstjóri Fjölskylduþjónustu  verður jafnframt  yfirmaður félagsþjónustu og er þar um að ræða fækkun stjórnenda úr tveim í einn og  lagt til að ráðinn verði sviðsstjóri á Stjórnsýslusvið í stað þess fyrirkomulags sem nú er að bæjarstjóri  gegni starfi sviðsstjóra. Með tilfærslu núverandi sviðsstjóra Fjölskyldusviðs í starfs sviðsstjóra Stjórnsýslusviðs er tryggt að ekki verður um aukin útgjöld að ræða auk þess sem reynsla viðkomandi er afar mikilvæg í það starf að innleiða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á stoðþjónustu Stjórnsýslusviðs. Kostnaður við þessa breytingu er í versta falli enginn, en til lengri tíma mun breytt fyrirkomulag stjórnsýslu og húsnæðismála bæjarsins hafa í för með sér umtalsvert fjárhagslegt hagræði." Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),Gunnar Axel Axelsson (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).