Selhella 5,byggingarstig og notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 398
22. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Selhella 5,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti að leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000 á dag frá og með 01.04.11, en frestur var veittur til 15.05.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 01.02.12. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann og senda erindi um áminningu á Mannvirkjastofnun í samræmi við 56. og 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóri hringdi og sagði eigendur ekki vilja kosta þær umbætur sem þyrfti að gera fyrir lokaúttekt.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eigendum á ábyrgð þeirra skv. 15. gr. laga um mannvirki: "Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra" og ítrekar tilmæli til eigenda hússins og ákvörðun um dagsektir verði ekki brugðist við þeim.