3. liður úr fundargerð BÆJH frá 29.apríl sl.
Lagðar fram tillögur forsetanefndar að breytingum á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar. Breytingarnar miða almennt að því að uppfæra samþykktirnar í takt við breytingar sem orðið hafa á lögum. Bæjarráð vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 9 samhljóða atkvæðum að vísa breytingartillögunum til seinni umræðu.
Svar
Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagðar breytingartillögur að samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar með 11 samhljóða atkvæðum. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju.