Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breytingar - síðari umræða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1636
5. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð BÆJH frá 29.apríl sl. Lagðar fram tillögur forsetanefndar að breytingum á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar. Breytingarnar miða almennt að því að uppfæra samþykktirnar í takt við breytingar sem orðið hafa á lögum. Bæjarráð vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Fyrsti varaforseti, Guðfinna Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn.   Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 9 samhljóða atkvæðum að vísa breytingartillögunum til seinni umræðu.