Byr, greiðsluþrot
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1638
19. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð BÆJH frá 12.maí Tekin fyrir að nýju bókun bæjarráðs frá síðasta fundi ráðsins. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Með vísan til samþykktar bæjarráðs frá fundi sínum 29. apríl sl. varðandi greiðsluþrot Byrs sparisjóðs samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að óska eftir því við embætti sérstaks saksóknara að tekin verði til skoðunar og rannsóknar sala á eignarhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, yfirtaka Byr á eigum SPH, meðferð eignahluta, þar með talið varasjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og annarra þeirra þátta sem tengjast sérstaklega hagsmunum Hafnarfjarðarbæjar, íbúa Hafnarfjarðar og fyrrum starfsmanna SPH. Rannsókn þessari verði hraðað sem nokkur kostur er. Jafnframt hvetur bæjarstjórn Hafnarfjarðar Alþingi til að taka til skoðunar upphaf og tilurð laga er varða breytt starfsumhverfi sparisjóða og hverjir hafi hagnast á þeim breytingum. Einnig óskar bæjarstjórn eftir upplýsingum um samskipti Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar við Byr sparisjóð varðandi lífeyrisskuldbindingar"
Svar

Bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson, tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gunnar Svavarsson, Almar Grímsson. Lúðvík Geirsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs.   Fyrsti varaforseti, Guðfinna Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn.