Fyrirspurn
15.liður úr fundargerð SBH frá 11. maí sl.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 04.05.2010 að opnu svæði til sérstakra nota við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk á svæði sem merkt er opið svæði til sérstakra nota "Í" á uppdrætti Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005 - 2025. Jafnframt færast vesturmörk íbúðarsvæðis við Vatnshlíðarhnúk til austurs, mörk óbyggðs svæðis til norðurs og mörk svæðis Í til suðurs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar hvað varðar opið svæði til sérstakra nota við Hamranes og Vatnshlíðarhnúk dags. 04.05.2010 verði auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.