S.l. vor var sent bréf til húseigenda í hverfinu þar sem þess var farið á leit að tekið yrði til á lóðum, sótt um leyfi fyrir gáma o.fl. Við skoðun hefur komið í ljós að ekki hefur verið brugðist við þessu að Skútahrauni 11, og er lóðin ein af verst útlítandi lóðum í hverfinu.
Svar
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að bæta umgengni í lóðinni innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja á um úrbætur.