Aðalskipulag Miðbær-Hraun breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1638
19. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð SBH frá 14. maí sl. Tekin til umræðu tillaga um að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 þar sem verslunar- og þjónustusvæði á lóð við Álfaskeið 113 - 115 verði breytt í íbúðarsvæði.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 þar sem verslunar- og þjónustusvæði á lóð við Álfaskeið 113 - 115 verði breytt í íbúðarsvæði. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 þar sem verslunar- og þjónustusvæði á lóð við Álfaskeið 113 - 115 verði breytt í íbúðarsvæði."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs.