Eskivellir 3, lokaúttekt
Eskivellir 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 403
28. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Páli Viggó Bjarnasyni f.h. húsfélagsins Eskivöllum 3 dags. 16.05.10 þar sem óskað er eftir að fram fari lokaúttekt á húsinu eins fljótt og auðið er. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.05.10 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 19.05.2010 í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð eða gera grein fyrir málinu innan þess tíma. Ekki var brugðist við erindinu. Nýr byggingarstjóri skráður á verkið 21.08.08.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 27.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Anton Kjartanssyni er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: "Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra".

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195183 → skrá.is
Hnitnúmer: 10091898