Burknavellir 1a,b,c. Lokaúttekt.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 473
14. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Ingvar Geirsson sótti um lokaúttekt 25.03.10 á Burknavöllum 1 a,b,c. Lokaúttekt fór fram í 15.06.2010 og endaði sem stöðuúttekt. Lokaúttekt er ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11 kl. 09:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sótt var um breytingar á húsnæðinu 07.07.11, en erindinu frestað þar sem innsend gögn voru ófullnægjandi. Nýjar teikningar hafa ekki borist.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.