Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá tók til máls Valdimar Svavarsson og lagði fram tillögu um frestun málsins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Lúðvík Geirsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Guðmund Rúnar Árnason svaraði að andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagða frestunartillögu. Tillagan var felld með 6 atkvæðum á móti 5 atkvæðum. Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagða aðaltillögu. Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. Valdimar Svavarsson tók til máls og kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks: "Mikilvægt er að styðja við það mikilvæga starf sem Björgunarsveit Hafnarfjarðar innir af hendi fyrir samfélagið. Bent er á að samningur Björgunarsveitar við Hafnarfjarðarhöfn er enn ekki frágenginn. Jafnframt er bent á að 6 mánaða uppgjör bæjarsjóðs liggur enn ekki fyrir. Í ljósi þess óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir að afgreiðslu verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar." Valdimar Svavarsson (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Kristinn Andersen (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar: "Afstaða bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er pólitískur fyrirsláttur og gengur þvert á þá afstöðu bæjarráðsmanna flokksins á síðasta fundi ráðsins þar sem samþykkt var samhljóða að leggja til að vísa samningnum til samþykktar í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar meirihlutans fagna því að samkomulag liggur fyrir milli bæjaryfirvalda og björgunarsveitarinnar um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrir sveitina og Hraunprýði sem er mikilvægur og hagkvæmur fyrir bæjarfélagið í ljósi þeirra mikilvægu starfsemi sem á í hlut. Þá er ljóst að væntanlegar framkvæmdir munu hafa sín áhrif til að styrkja og efla atvinnulíf og byggingariðnaðinn hér í bænum sem er ekki síður mikilvægt."Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).