Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Lýðræðis- og stjórnsýslunefnd
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að setja á stofn lýðræðis- og stjórnsýslunefnd, sem verði skipuð oddvitum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn og hafi m.a. það hlutverk að fara yfir stjórnkerfið á grundvelli úttektar sem fráfarandi bæjarstjórn hefur látið vinna. Nefndin undirbúi jafnframt Hafnarfjarðarviku sem haldin verði haustið 2010, sjái um undirbúning Gaflaraþings um lýðræði og stjórnsýslu í Hafnarfirði, sem verði hluti dagskrár Hafnarfjarðarviku, og vinni að gerð lýðræðisstefnu bæjarins í samræmi við niðurstöður Gaflaraþingsins. Einnig vinni nefndin að tillögum að tilraunaverkefni sem standi til tveggja ára um vettvang íbúasamráðs með stofnun íbúaráðs í a.m.k. einu hverfi bæjarins." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók til máls. Tillaga um að vísa framlagðri tillögu til bæjarráðs var felld með 6 atkvæðum, 5 greiddu atkvæði með tillögunni. Framlögð tillaga um lýðræðis- og stjórnsýslunefnd var samþykkt með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: " Lifandi miðbær
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela menningar- og ferðamálanefnd að hrinda, nú þegar í framkvæmd hugmyndinni um Lifandi miðbæ, miðbæjarmarkað í Hafnarfirði." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Hafnarfjarðarstofa Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafinn skuli undirbúningur að stofnun Hafnarfjarðarstofu, sem ætlað er að sinna margþættu hlutverki í markaðs, kynningar, nýsköpunar og þróunarmálum í bæjarfélaginu. Markmið með Hafnarfjarðarstofu er að styðja enn frekar við atvinnuþróun í Hafnarfirði. Með stofnun Hafnarfjarðarstofu verður lögð áhersla á að samþætta og samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er í stjórnsýslunni á sviðum sem tengjast ferðaþjónustu og markaðssetningu bæjarins gagnart fólki og fyrirtækjum almennt. Við undirbúning að stofnun Hafnarfjarðarstofu verði horft til þeirrar reynslu sem nú þegar er komin af slíku fyrirkomulagi m.a. í Reykjavík og á Akureyri. Bæjarráð skipi þverfaglegan starfshóp til að undirbúa verkefnið. Hópurinn skili fyrstu hugmyndum í lok ágúst." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Úttekt á stöðu bæjarsjóðs við upphaf kjörtímabils Nú við upphaf kjörtímabils nýrrar bæjarstjórnar felur hún bæjarráði að sjá til þess að gerð verði ítarleg úttekt á stöðu bæjarsjóðs. Úttektin feli meðal annars í sér að mat á þróun í rekstri og skuldbindingum sveitarfélagsins m.t.t. getu þess til að standa við skuldbindingar sínar hverju sinni. Ráðið verði óháð ráðgjafafyrirtæki til að annast úttektina. Úttektin greini meðal annars skuldaþol sveitarfélagsins og í henni skal koma fram þróun í fjármálum sveitarfélagsins og einnig hver líkleg staða sveitarfélagsins verði í fjárhagslegu tilliti gangi áætlanir þess eftir til næstu 4 ára. Samhliða þessu verði gerð næmnigreining á því hver áhrif ráðandi þátta í rekstri sveitarfélagsins eru á fjárhagsstöðu með tilliti til greiðslugetu og skuldaþols. Fyrir liggur að sveitarfélagið þarf á endurfjármögnun að halda og skal úttektin og framsetning hennar taka mið af því að nýta megi hana til upplýsingar fyrir lánastofnanir." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Hundasvæði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að beina því til skipulags- og byggingarráðs og framkvæmdaráðs, að hafinn verði undirbúningur að því að útbúa sérstakt svæði þar sem hundaeigendur geti sleppt hundum sínum lausum." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela fjölskylduráði að skipa að nýju í starfshóp um barnavernd. Hlutverk starfshópsins er að vinna að framkvæmdaáætlun fyrir Hafnarfjörð í barnaverndarmálum í samræmi við 9. gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002 sem kveður á um að sveitarstjórnir skuli marka sér stefnu og gera framkvæmdaáætlun fyrir hvert kjörtímabil á sviði barnaverndar innan sveitarfélagsins. Framkvæmdaáætlunina á að senda til félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Tillögu- og ábendingagátt Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að beina því til lýðræðis- og stjórnsýslunefndar að unnið verði að uppsetningu sérstakrar ábendinga- og tillögugáttar á vef Hafnarfjarðarbæjar. Markmiðið er að styrkja enn frekar lýðræðislega aðkomu bæjarbúa að ákvörðunum sem varða líf þeirra og umhverfi, auka traust og eðlilegt aðhald og eftirlit. Með gáttinni verði möguleikar bæjarbúa til að koma á framfæri tillögum og ábendingum varðandi þjónustu bæjarins auknir, hvort sem er í tengslum við málefni almenns eðlis eða einstök mál sem eru til afgreiðslu á vettvangi bæjarins. Við uppsetningu á ábendinga- og tillögugáttinni verði horft til reynslu annarra sveitarfélaga, hérlendis og erlendis, af sambærilegum verkefnum." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: " Vöktun upplands Hafnarfjarðar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að taka upp viðræður við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um þróun á skipulegri vöktun upplands Hafnarfjarðar." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Geir Jónsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Atvinnuátak í skógrækt Í samræmi við þann skýra vilja bæjaryfirvalda að leita allra leiða til að tryggja skólafólki sumarvinnu við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja á vinnumarkaði, samþykkir bæjarstjórn að ganga til samstarfs við Skógræktarfélag Íslands um sérstakt atvinnuátak í sumar fyrir ungt námsfólk. Forsendur þessa samstarfs byggja á sama grunni og lagt var upp með á sl. sumri varðandi uppgræðslu, grisjun og gerð göngustíga í upplandi bæjarins. Stefnt er að því að hátt í 100 námsmönnum standi til boða sumarstörf í þessu sérstaka átaksverkefni." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Valdimar Svavarsson (sign) Sigríður Björk Jónsdóttir (sign) Gunnar Axel Axelsson (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Rósa Guðbjartsdóttir (sign) Ólafur Ingi Tómasson (sign) Geir Jónsson (sign) Helga Ingólfsdóttir (sign) Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.