Álfaskeið 94 - 96 ólöglegar framkvæmdir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 352
16. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Upplýsingar hafa borist um ólöglegar framkvæmdir í kjallara Álfaskeiðs 96, opnuð hafi verið rými sem sýnd eru óútgrafin á samþykktum uppdrætti frá 31.05.2005. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði eftir upplýsingum um málið frá eiganda kjallararýmisins innan tveggja vikna frá dagsetningu þess fundar 16.06.2010. Ítrekaðar athugasemdir hafa borist. Athugun eftirlitsmanns hefur leitt í ljós að ólögleg búseta er á svæði sem skráð er sem geymsla og uppfyllir ekki skilyrði til búsetu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda rýmisins skylt að ljúka búsetu án tafar. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum mannvirkjalaga til að knýja það fram.