Brekkugata 26, kjallaragluggi
Brekkugata 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 413
13. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
Áður lagt fram bréf Björgvins Þórðarsonar hdl f.h. Jóhanns Inga Sigurðssonar og Tinnu Rósar Guðmundsdóttur Brekkugötu 26, þar sem þau óskuðu eftir afstöðu byggingarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar til þess að glugginn fái að vera í óbreyttu ástandi, þ.e. vera opnanlegur eins og hann nú er. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í erindið, þar sem það samræmdist ekki samþykktum teikningum, sem gera ráð fyrir minni gluggum með ísteyptum glersteini af eldvarnarástæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.05.11 eigendum skylt að færa gluggana í það horf sem samþykktar teikningar sýna innan 2 mánaða. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 26.09.11 fyrirmæli sín til eigenda að færa gluggana í það horf sem samþykktar teikningar sýna til samræmis við ákvæði byggingarreglugerðar. Verði ekki brugðist við erindinu innan tveggja mánaða mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2011 um dagsektir. Eigendur báru því við að uppsláttur hamlaði aðgang að gluggunum. Uppslátturinn hefur nú verið færður.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar enn fyrirmæli sín um að færa gluggana í það horf sem samþykktir uppdrættir sýna. Verði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120194 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029980