Hafnarfjarðarstofa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1717
22. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tillaga til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi tillögu starfshóps um stofnun Hafnarfjarðarstofu að fela bæjarráði að undirbúa og hefja rekstur hennar. Skal bæjarráð taka mið af þeim tillögum hópsins sem fela í sér að Hafnarfjarðarstofa skuli sinna fjölþættu markaðs- og kynningarstarfi, umsjón viðburða og tengdra verkefna.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls, þá tók bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari.
Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur.
Eyjólfur Sæmundsson tók þá til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.