Valdimar Svavarsson tók til máls, þá Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók því næst til máls. Undir ræðu hennar tók Valdimar Svavarsson fyrsti varaforseti við fundarstjórn. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Forseti Sigríður Björk Jóndóttir tók við fundarstjórn á ný. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom síðan að stuttri athugsemd, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók því næst til máls. Kristinn Andersen tók síðan til máls og beindi nokkrum spurningum til bæjarstjóra, Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri veitti andsvar. Þá tók Helga Ingólfsdóttir til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd, Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri kom að andsvari við upphaflegri ræðu Helgu Ingólfsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflega ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Eyjólfur Sæmundsson tók því næst til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við upphaflegu ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Undir ræðu Rósu Guðbjartsdóttur tók fyrsti varaforseti Valdimar Svarvarsson við fundarstjórn. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við ræðu Rósu Guðbjartsdóttur, Rósa Guðbjartsdóttur kom að andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd, þá kom Eyjólfur Sæmundsson að stuttri athugasemd, Geir Jónsson kom að andsvari við upphaflega ræðu Eyjólfs Sæmundssonar, Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvar, Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók síðan til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdótti kom að andsvari öðru sinni. Forseti Sigríður Björk Jónsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Gunnar Axel Axelsson tók þessu næst til máls, Kristinn Andersen kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við upphaflega ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflega ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Bæjarstjóri Guðmundur Rúnar Árnason tók þá til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Fleiri kvöddu sé ekki hljóðs. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun: Skýrsla Capacent um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sýnir svart á hvítu að miðað við rekstur síðustu ára væri bærinn ekki að standa undir skuldbindingum sínum. Skýrslan sýnir einnig að skilyrði þess að takast megi að koma böndum á fjármál bæjarfélagsins sé að áætlanir áranna 2011 til 2014 standist og gott betur. Sjálfstæðismenn hafa lengi varað við þeirri þróun sem verið hefur í fjármálum sveitarfélagsins og lýsa fullri ábyrgð á henni á meirihluta Samfylkingar og VG. Ljóst er að taka hefði þurft fyrr á og hagræða fyrr í rekstri sveitarfélagsins. Í skýrslunni kemur einnig skýrt fram að skuldsetning var verulega umfram greiðslugetu strax uppsveifluárin 2006 og 2007 og ekki stefnir í að bærinn standi ekki undir skuldum samkvæmt skuldaþolsprófi í skýrslu Capacent fyrr en árið 2012. Jafnframt kemur fram að skuldsetning verður ekki komin umdir 250% viðmið fyrr en 2012. Þetta er þó allt háð því að áætlanir standist fyrir næstu ár. Skýrslan sýnir að miklar framkvæmdir og skuldsetning árið 2008 er að koma í kollinn á bæjarsjóði en jafnfram ljóst að ef ekki hefði komið til sala á hlut bæjarins í HS-orku þá væri algjört neyðarástand í fjármálum bæjarfélagsins. Eins og sjálfstæðismenn hafa ítrekað og lengi bent á þá er það fyrirsjáanlegt að vaxtakostnaður sveitarfélagsins mun aukast verulega á næstu árum. Þannig er áætlað að vaxtakostnaður aukist um 383 milljónir eingöngu vegna lána sem eru á gjalddaga 2011 og 2012. Það samsvarar helmingi af niðurskurði ársins 2011 í launum og launatengdum gjöldum. Fjölmörg tækifæri til hagræðingar hafa farið forgörðum á liðnum árum og ljóst að rekstur málaflokksins fræðslumál fer allt að 700 milljónir fram úr áætlun ársins 2010. Það er óviðunandi. Nýleg rekstarúttekt Haraldar Haraldssonar á rekstri þriggja skóla í Hafnarfirði sýnir að í fræðslumálum sem og öðrum málaflokkum er hægt að bæta rekstur og hagræða og ljóst að víða hefði mátt gera betur á síðastliðnum árum og að eftirlit og eftirfylgni áætlanna hefur ekki verið eins og vera ætti. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn ítreka enn einu sinni mikilvægi þess að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins til þess að eiga mögluleika á endurfjármögnun lána á næstunni. Þar skiptir öllu að áætlanir standist og gott betur. Sjálfstæðismenn leggja jafnframt til að hafin verði án tafar vinna við að kanna hvernig megi nýta auðlindir og eignir bæjarins til frekari tekjuöflunar og hvernig megi létta á skuldastöðunni með sölu eigna. Rósa Guðbjartsdóttir Kristinn Andersen Geir Jónsson Helga Ingólfsdóttir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun: Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna fagna framkominni úttekt Capacent á fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar. Þar kemur fram, að þrátt fyrir að efnahagshrunið hafi hækkað skuldir bæjarsjóðs um meira en 50%, þá geti Hafnarfjarðarbær greitt niður allar sínar skuldir á um 20 árum, að því gefnu að áætlanir um endurfjármögnun gangi eftir. Þetta er í fullu samræmi við álit Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, en þar segir m.a. að það sé mat nefndarinnar að Hafnarfjarðarbær geti til framtíðar staðið við skuldbindingar sínar, að því gefnu að áætlanir gangi eftir og áætlað hagræði skili sér áfram til lengri tíma litið. Það væri nær að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækju þátt í að framfylgja þeirri áætlun, sem var unnin með fullri þátttöku oddvita flokksins, en að vísa því frá sér á öllum stigum að taka virkan þátt í þeirri vinnu. Guðmundur Rúnar Árnason Margrét Gauja Magnúsdóttir Gunnar Axel Axelsson Eyjólfur Sæmundsson Sigríður Björk Jónsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir