Barnaverndarmál, framkvæmdaáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1684
27. júní, 2012
Annað
Fyrirspurn
4. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 13. júní sl. Geir Bjarnason kynnti framkvæmdaáætlun í barnavernd í Hafnarfirði kjörtímabilið 2010-2014. Fjölskylduráð samþykkir framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar en leggur áherslu á að framkvæmdaáætlunin verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
Svar

Guðný Stefánsdóttir tók til máls. Þá Geir Jónsson og Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum.