Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir framkvæmdaleyfi skipulags- og byggingarráðs fyrir uppsetningu á lokuðu hundagerði á Hörðuvöllum. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur gefið jákvæða umsögn um málið.
Svar
Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð og óskar ennfremur eftir túlkun Skipulagsstofnunnar á því hvort að hundasleppisvæði geti rúmast innan gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.