Hundasvæði
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 260
2. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem samþykkti 14.06.2010 að beina því til skipulags- og byggingarráðs og framkvæmdaráðs, að hafinn verði undirbúningur að því að útbúa sérstakt svæði þar sem hundaeigendur geti sleppt hundum sínum lausum. Skipulags- og byggingarsvið hefur gert grein fyrir viðræðum við formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar varðandi hugsanlega staðsetningu svæðisins. Frestað 05.10.10.
Svar

Skipulags- og byggingarráð fór í skoðunarferð um möguleg svæði ásamt fulltrúum skógræktar og hundaeigenda og niðurstaða ráðsins er að hentugast sé að vera með svæði á aflögðu beitarlandi við Hamranes.