Til þess að gæta ákvæða friðlýsingar og náttúruverndarlaga tekur skipulags- og byggingarráð undir að varsla í upplandi Hafnarfjarðar sé nauðsynleg í góðu samstarfi við þá hagsmunaaðila sem þar eru. Jafnframt verði haft samráð við nágrannasveitarfélög þar sem verið er að vinna að sambærilegum verkefnum. Staðardagskrárfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu.