Uppland Hafnarfjarðar, vöktun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 255
24. ágúst, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 14.06.2010: "Vöktun upplands Hafnarfjarðar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að taka upp viðræður við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um þróun á skipulegri vöktun upplands Hafnarfjarðar." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum. Skipulags- og byggingarráð vísaði tillögunni 22.06.2010 til umsagnar umhverfisnefndar/Staðardagskrár 21.
Svar

Til þess að gæta ákvæða friðlýsingar og náttúruverndarlaga tekur skipulags- og byggingarráð undir að varsla í upplandi Hafnarfjarðar sé nauðsynleg í góðu samstarfi við þá hagsmunaaðila sem þar eru. Jafnframt verði haft samráð við nágrannasveitarfélög þar sem verið er að vinna að sambærilegum verkefnum. Staðardagskrárfulltrúa er falið að vinna áfram að málinu.