Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 22. júní sl.
Tekin til umræðu tillaga um að hafin verði heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin skuli vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar og felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning þeirrar vinnu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin skuli vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar."