Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1717
22. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram uppfærð aðalskipulagsgreinargerð fyrir þéttbýli, uppland og Krýsuvík dags. 17.01.2014, þar sem brugðist hefur verið við innkomnum umsögnum. Lagður fram uppfærður skipulagsuppdráttur fyrir þéttbýli og uppland dags. 17.01.2014 ásamt séruppdrætti fyrir Krýsuvíkurhlutann dags. 14.01.2014. Áður lögð fram og samþykkt uppfærð samantekt umsagna og tillaga að svörum við þeim. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla fyrir breytingar frá AH 2005-2025 dags. janúar 2014.
Tillaga að afgreiðslu: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 til auglýsingar skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010: Greinargerð dags. 17.01.2014, skipulagsuppdrátt fyrir þéttbýli og uppland dags. 17.01.2014, séruppdrátt fyrir Krýsuvík dags. 14.01.2014 og umhverfisskýrslu aðalskipulags dags. janúar 2014."
Svar

Til máls tók Sigríður Björk Jónsdóttir, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Ólafs Inga Tómassonar, Margrét Gauja Magnúsdóttir kom einnig að andsvari við sömu ræðu og tók Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan.
Þá tók Lúðvík Geirsson til máls,síðan Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir koma að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók þessu næst til máls, síðan Eyjólfur Sæmundsson.

Bæjatjórn Hfnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.