Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 338
21. janúar, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram uppfærð aðalskipulagsgreinargerð fyrir þéttbýli, uppland og Krýsuvík dags. 17.01.2014, þar sem brugðist hefur verið við innkomnum umsögnum. Lagður fram uppfærður skipulagsuppdráttur fyrir þéttbýli og uppland dags. 17.01.2014 ásamt séruppdrætti fyrir Krýsuvíkurhlutann dags. 14.01.2014. Áður lögð fram og samþykkt uppfærð samantekt umsagna og tillaga að svörum við þeim. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla fyrir breytingar frá AH 2005-2025 dags. janúar 2014.
Svar


Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, greinargerð, uppdrætti og umhverfisskýrslu til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Greinargerð dags. 17.01.2014, skipulagsuppdrátt fyrir þéttbýli og uppland dags. 17.01.2014, séruppdrátt fyrir Krýsuvík dags. 14.01.2014 og umhverfisskýrslu aðalskipulags dags. janúar 2014."