Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga um að hafin verði heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin skuli vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar og felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning þeirrar vinnu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin skuli vinna við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar."   Greinargerð formanns:   Skipulagsráð Hafnarfjarðar samþykkir að haustið 2010 verði hafin vinna við endurskoðun núverandi aðalskipulags sem gildir til 2025. Í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar segir:   ,,Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð og endurskoðun aðalskipulags. Gerð aðalskipulags á að byggja á markmiðum skipulags- og byggingarlaga auk þess sem samræmis skal gætt við aðalskipulag aðliggjandi sveitarfélaga, fyrirliggjandi svæðisskipulag og stefnu stjórnvalda í málaflokkum aðalskipulags. Við mótun tillögu skal jafnhliða lagt mat á umhverfisáhrif stefnu. Leitast skal við að marka stefnu og áherslur í aðalskipulagi í sem mestri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skal sveitarstjórn taka til umfjöllunar og ákveða hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Við slíka endurskoðun skal hugað að samfélagsþróun undanfarinna 4 ára og til næstu framtíðar auk þess að skoða hvernig framfylgd aðalskipulagsins hefur gengið eftir. Nýtt aðalskipulag og breytingar á því er háð staðfestingu umhverfisráðherra.“ Ljóst er að undanfarin 4 ár hafa um margt verið óvenjuleg í Hafnarfirði. Íbúafjöldi í einstökum hverfum bæjarins hefur aukist jafnt og þétt og virðist  sem svo  verði áfram þótt samsetning einstakra hverfa hafi nú þegar breyst nokkuð frá upphaflegum skipulagsáætlunum sem kallar m.a. á endurskoðun skólahverfa og annarra þjónustu við bæjarbúa. Að auki hefur áhersla á umhverfismál almennt, hvort sem um er að ræða í hönnun, skipulagi eða samgöngum stóraukist hin síðari ár.  Í ljósi þessara breytinga með tilheyrandi samfélaglegum áhrifum telur skipulags- og byggingarráð rétt að hefja nú endurskoðun á aðalskipulagi fyrir Hafnarfjörð. Nú þegar hefur verði unnið að rammaskipulagi fyrir  framtíðar byggingarsvæði á Völlum og í Hamranesi og skal skipulagsvinnan taka mið að þeirri vinnu. Lögð verði áhersla á að gefa íbúum tækifæri til þess að koma snemma að þessari vinnu meðal annars með því að senda inn tillögur á vef bæjarins, en að auki verði  samráð með formlegri hætti s.s. með íbúaþingum og hverfafundum.