Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 336
17. desember, 2013
Annað
‹ 12
13
Fyrirspurn
Lagðar fram innkomnar athugasemdir og samantekt sviðsstjóra á þeim ásamt tillögu að svörum. Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðbótargögnum sem Skipulagsstofnun gerir kröfu um og þarfnast aðkeyptrar vinnu. Lögð fram verkáætlun Alta og kynning Landmótunar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við framlagða tillögu og tekur undir framlagðar tillögur að svörum við athugasemdum sem þegar hafa borist. Áður en aðalskipulagstillagan verður lögð fram þarf að vinna lagfæringar í samræmi við ábendingar og tilmæli Skipulagsstofnunar og annarra sem gert hafa athugasemdir. Þá hefur verið sett af stað vinna við gerð nýrrar umhverfisskýrslu samkvæmt ábendingum Skipulagsstofnunar og Skipulags- og byggingarráð heimilar sviðsstjóra að semja við Alta á grundvelli framlagðrar verkáætlunar. Jafnframt telur Skipulagsstofnun að endurskoða þurfi aðalskipulag fyrir Krýsuvík með hliðsjón af rammaáætlun um orkunýtingu og að samtvinna báða hluta skipulagsins. Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að semja við Landmótun um verkið á grundvelli kynningar þeirra á því. Þá er unnið að því að skoða nákvæma legu Reykjanesbrautar við Straumsvík en ljóst er að vegurinn getur ekki verið í vegstæði því sem sett er fram í gildandi aðalskipulag vegna fjölda fornminja á svæðinu. Í nýrri tillögu verður sett fram ný lega vegarins og ekki gert ráð fyrir því að hann verði óbreyttur í núverandi legu heldur nær því sem hann er í núgildandi aðalskipulagi.