Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 346
28. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, greinargerð, uppdrættir og umhverfisskýrsla. Skipulagið var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lagðar fram innkomnar athugasemdir. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á þeim með tillögu að svörum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir svör sviðsstjóra að sínum, samþykkir aðalskipulagstillöguna og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 ásamt fylgiskjölum og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010".