Skipulags- og byggingarráð þakkar fulltrúum Landmótunar og Alta fyrir kynningarnar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör við innkomnum umsögnum og gerir þau að sínum.Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð skipulagstillögunnar og umhverfisskýrslu og frestar endanlegri afgreiðslu þeirra til aukafundar, sem haldinn verður þriðjudaginn 21. janúar.
Samþykkt að draga úr hraða fólksfjölgunar og miða við að ná betra samræmi við nýja mannfjöldaspá fyrir höfuðborgarsvæðið allt og þau markmið sem verið er að vinna með í vinnu við nýtt svæðisskipulag. Til þess að ná því markmiði þarf að draga úr uppbyggingarhraða í þveim hverfum sem áfram verða á áætlun en einnig að fella niður byggðaflekann Hamranes fyrir íbúðarsvæði en áfram verði gert ráð fyrir að á því svæði verði möguleiki á verslun og þjonustu fyrir innri byggð á Völlum og Ásland 5 og 6. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á umhverfismat þar sem enn minna nýtt hraun er tekið undir byggð á skipulagstímabilinu. Reikna má þó með að þau svæði sem nú hafa verið lögð niður í tillögu að nýju aðalskipulagi komi til álita við næstu endurskoðun.
Þá er nauðsynlegt að setja inn þéttingatölu í töflur skýrslunni sem ættu að gefa góða yfirsýn yfir eðli og umfang byggðarinnar í öllum hverfum bæjarins.