Umhverfis- og auðlindastefna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga um að mörkuð verði sérstök auðlindastefna fyrir Hafnarfjörð. Sérstaklega verði hugað að varðveislu auðlinda í eigu Hafnarfjarðarbæjar, menningarlegra sérkenna bæjarins hvað varðar byggingarlist, sögu, minjar og náttúrufar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna að mótun slíkrar stefnu í samvinnu við umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21.