Umhverfis- og auðlindastefna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1778
18. janúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna liggur fyrir fundinum.
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fara í endurskoðun á Umhverfis og auðlindastefnu Hafnarfjarðar og meta árangur sem náðst hefur af henni frá samþykkt hennar."
"Einnig samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að fara í markvissa vinnu í samstarfi við Landvernd og Höfn í Hornafirði við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 3 % á ári, draga úr matarsóun og minnka umferð plastpoka og plast í sveitarfélaginu."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Við fundarstjórn tekur Adda Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 10 samhljóða atvæðum að fara í endurskoðun á Umhverfis og auðlindastefnu Hafnarfjarðar og meta árangur sem náðst hefur af henni frá samþykkt hennar. Málinu er vísað til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Þá samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 10 samhljóða atkvæðum að vísa til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar tillögu um að fara í markvissa vinnu í samstarfi við Landvernd og Höfn í Hornafirði við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 3 % á ári, draga úr matarsóun og minnka umferð plastpoka og plast í sveitarfélaginu.