Umhverfis- og auðlindastefna.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1804
25. apríl, 2018
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 18.apríl sl. Tekin fyrir að nýju drög að umhverfis- og auðlindastefnu ásamt umsögnum sem borist hafa.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umhverfis- og auðlindastefnuna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög umhverfis- og auðlindastefnu dags. í apríl 2018."
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar framkominni stefnu og þakkar starfshópnum og starfsmönnum vel unnin störf.
Svar

Til máls tekur Kristinn Andersen. Til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir. Kristinn svarar andsvari. Adda María kemur til andsvars öðru sinni. Kristinn svarar andsvari öðru sinni. Adda María kemur að stuttri athugasemd.

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Kristinn Andersen. Gunnar Axel svarar andsvari.

2. varaforseti Kristinn Andersen tekur við fundarstjórn.

Guðlaug Kristjánsdóttir tekur til máls.

Guðlaug tekur við fundarstjórn og ber fyrirliggjandi drög að umhverfis- og auðlindastefnu upp til atkvæða og er stefnan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.